Velkomin á landsfund

Grand Hóteli 6. - 8. október 2017

Dagskrá

Dagskráin er birt með fyrirvara um breytingar
Sækja dagskrá

Föstudagur

15:30 Afhending fundargagna
16:15 Fundur settur. Starfsmenn fundarins kosnir og kjörbréf samþykkt. Skýrsla stjórnar
16:40 Opnunarhátíð
17:00 Katrín Jakobsdóttir, formaður VG, flytur ræðu
17:45 Ávörp norrænna gesta og skilaboð til VG
18:00 Lagabreytingar, fyrri umræða
19:00 Kvöldmatur
20:00 Almennar stjórnmálaumræður
22:30 Fundi frestað til morguns
Frestur til að tilkynna framboð til formanns, varaformanns, gjaldkera, ritara og stjórnar rennur út

Laugardagur

9:00 Málefnahópar kynna framtíðarstefnumótun
10:00 Pragna Patel, forstöðukona Southall Black Sisters í Bretlandi: Eftir Brexit: Hver eru áhrifin á kynþátta- og kynjajafnrétti í Bretlandi?
10:30 Málefnahópar taka til starfa
12:30 Hádegismatur
13:30 Fabian Hamilton, skuggaráðherra breska Verkamannaflokksins í friðar- og afvopnunarmálum: Möguleikinn á heimi án kjarnorkuvopna
14:00 Kynning á frambjóðendum í stjórn, kosning fer fram að lokinni kynningu. KK skemmtir í talningarhléi
15:30 Kaffihlé
15:45 Skilaboð til VG
16:00 Högni Höydal, varaforsætisráðherra og sjávarútvegsráðherra Færeyja: Stríðið um fiskinn
16:20 Málefnahópar kynna niðurstöður sínar
17:00 Seinni umræða um lagabreytingar og atkvæðagreiðsla
Umræða og afgreiðsla nýrra stefnumála
18:30 Fundi frestað til morguns
Frestur til að tilkynna framboð til flokksráðs rennur út
Frestur til að skila inn breytingartillögum rennur út

19:30 Landsfundargleði í Ægisgarði á Granda

Sunnudagur

9:30   Kosning flokksráðs
10:30 Skilaboð til VG
10:45 Umræða og afgreiðsla ályktana
11:30 Hádegismatur
12:30 Umræða og afgreiðsla ályktana
14:00 Kosningaáherslur VG 2017
14:30 Fundi slitið

Hagnýtar upplýsingar

Ef einhverjar upplýsingar vantar hér að neðan ekki hika við að senda okkur póst
Senda póst

Hvar og hvenær er landsfundur VG?

Landsfundur Vinstri grænna er að þessu sinni haldinn á Grand hótel í Reykjavík að Sigtúni 38.

Símanúmer á Grand hótel er 514 8000.

Heimasíða Grand hótel er http://www.grand.is/.

Hvernig skrái ég mig á landsfund?

Svæðisfélög Vinstri grænna sjá um að tilnefna félaga sem landsfundarfulltrúa og er það gert á félagsfundum. Frestur svæðisfélaga til að tilnefna fulltrúa rennur út 22. september og þá opnar skráning á heimasíðunni.

Kjörnir landsfundarfulltrúar og aðrir gestir þurfa að skrá sig í gegnum heimasíðuna. Þú getur nálgast skráningarsíðuna með því að smella hér. Skráningu lýkur 2. október.

Tímafrestir og fundarsköp

Tillaga um fundarsköp

  • Ræðutími í fyrstu umferð í almennum stjórnmálaumræðum verði 3 mínútur en 2 mínútur ef menn taka oftar til máls en einu sinni.
  • Ræðutími í öðrum umræðum, þar með talið umræðum um lagabreytingar, verði 2 mínútur í fyrstu umferð en 1 mínúta ef menn taka oftar til máls.
  • Fundarstjórum er heimilt að leggja til að ræðutími verði takmarkaður enn frekar ef óhjákvæmilegt er til að halda dagskrá, enda samþykki fundurinn það.
  • Að öðru leyti gilda almennar reglur um fundarsköp.

Tímafrestir

  • Framboði til formanns, varaformanns, ritara, gjaldkera og annarra stjórnarmanna lýkur fyrir kl. 22:30 föstudaginn 6. október. Þó með þeim fyrirvara að fólk sem býður sig fram getur boðið sig fram í önnur embætti og/eða stjórn nái það ekki kjöri. Framboð til stjórnar skoðast sem framboð til flokksráðs nema annað sé tiltekið.
  • Frestur til að skila inn breytingartillögum við lagabreytingartillögur rennur út kl. 22:30 föstudaginn 6. október.
  • Framboði til flokksráðs lýkur kl. 18:30 laugardaginn 7. október.
  • Frestur til að skila inn breytingartillögum við ályktunartillögur rennur út sunnudagurinn 8. október kl. 10:00

Er landsfundur opinn öllum?

Já! Þótt þú sért ekki skráð/ur landsfundarfulltrúi þá ertu velkomin á fundinn og þú getur komið þótt þú hafir ekki (enn) skráð þig í hreyfinguna. Þess ber að geta að aðeins kjörnir landsfundarfulltrúar hafa atkvæðisrétt á landsfundinum.

Hvar bóka ég gistingu?

Landsfundarfulltrúar og aðrir gestir sjá sjálf um að bóka gistingu. Félagar í VG njóta afsláttar á herbergjum á Grand hótel um landsfundarhelgina en þurfa að bóka í síðasta lagi 23. september.

Hvernig er samgöngum háttað?

Ferðastyrkur

Hreyfingin styrkir skipulagðar ferðir á vegum svæðisfélaga sem eru lengra frá Reykjavík, um allt að helmingi ferðakostnaðar en þó að hámarki 2.000 kr. á mann.

Flug

Ákveðið hefur verið að styrkja þá félaga sem á þurfa að halda og ferðast með flugi til Reykjavíkur um 5.000 kr. Flugfélag Íslands veitir hóptilboð þegar 10 eða fleiri ferðast saman og má hafa samband við flugfélagið á hopadeild@flugfelag.is.

Strætó

Strætisvagnar 2, 4, 5, 14, 15, 17 stoppa allir í nágrenni Grand hótels. Sjá nánari upplýsingar á heimasíðu strætó.

Hvar skrái ég mig í mat og hvað er í matinn?

Hægt er að kaupa mat á Grand hótel meðan á fundinum stendur. Félagar fá 10% afslátt af hádegisverðarmatseðli og þú getur skráð þig í kvöldmat á föstudeginum í gegnum skráningarformið.

Landsfundargleði verður í Ægisgarði á laugardagskvöldinu og geturðu nálgast upplýsingar um hann hér.

Verður VG á samfélagsmiðlunum?

Við hvetjum félaga til að vera virk á samfélagsmiðlum eins og Twitter, Facebook og Instagram. Gott er að félagar merki færslur sínar tengdar landsfundi með #landsfundurVG og svo #vinstragram á Instagram. Að sjálfsögðu má nota bæði #

Hvernig eru aðgengismál?

Fullt aðgengi er á Grand hótel fyrir hreyfihamlaða. Einnig mun Vinstrihreyfingin – grænt framboð bjóða upp á táknmálstúlkun meðan á landsfundinum stendur. Sé óskað eftir táknmálstúlkun meðan á hópastarfi stendur þurfa slíkar óskir að berast í síðasta lagi 22. september.

Þau sem ekki komast á fund, ekki örvænta, fundurinn verður sendur út í beinni.

Þurfir þú á annars konar aðstoð að halda til að sækja eða taka þátt í fundinum, hikaðu þá ekki við að hafa samband við skrifstofu VG á vg@vg.is eða í síma 552 8872.

Hvar fæ ég fundargögn?

Við viljum vekja athygli fólks á því að við ætlum að minnka pappírsnotkun til muna og verða öll fundargögn aðgengileg hér á þessari síðu.

Til að setja ekki aukaþrýsting á internetið þá mælumst við til þess að fólk niðurhali fundargögnum og komi með í fartölvu, síma eða spjaldtölvu. Jafnvel er hægt að prenta fundargögnin út heima!

Þau ykkar sem viljið pappír geta beðið um slíkt á skráningarforminu.

Verður ekki örugglega partí?

Heldur betur!

Landsfundargleðin verður í Ægisgarði að Eyjarslóð 5 í Reykjavík. Leið 14 stoppar í nágrenni við Ægisgarð.

Húsið opnar kl. 19:30 og borðhald hefst kl. 20:00.

Kl. 10:30 hefst dansiball sem stendur til kl. 01:00. Hægt er að kaupa miða á dansiballið eingöngu.

Allar nánari upplýsingar eru hér.

Hvað kostar?

Landsfundargjald er 5.500 kr. og lægra gjald er 3.500 kr. Krafa verður send í heimabankann í vikunni fyrir landsfund. Við hvetjum félaga til að ganga frá greiðslu fyrir fundinn en einnig verður hægt að borga með korti á staðnum.

Miði á landsfundargleðina kostar 5.900 krónur og inniheldur tvíréttaða máltíð, skemmtiatriði og ball. Hægt er að kaupa miða á ballið eingöngu á 1.500 krónur en það hefst kl. 22:30 og stendur til 01:00.

Hvar get ég skráð mig sem sjálfboðaliða?

Það er gaman að vera sjálfboðaliði á landsfundi og öflugir sjálfboðaliðar eru forsenda þess að fundurinn gangi vel fyrir sig. Smelltu hér til að skrá þig sem sjálfboðaliða.

Hvar fæ ég svar við öllum hinum landsfundarspurningunum sem brenna á mér?

Ef þú finnur ekki svarið hér á síðunni er þér velkomið að senda skrifstofunni línu á vg@vg.is.