Lagabreytingarnefnd hefur undanfarið unnið að endurskoðun á lögum VG og afleiddum breytingum á forvals- og uppstillingarnefndum. Tillögur nefndarinnar verða teknar til afgreiðslu á landsfundinum.

Hér að neðan finnur þú hverja og eina tillögu að lagabreytingum og með því að smella á hnappana getur þú nálgast lögin með merktum breytingum og forvals- og uppstillingarreglurnar með merktum breytingum.

Sækja lögin með breytingum Sækja forvals- og uppstillingarreglur með breytingum

1. Lagabreytingatillaga

Senda breytingartillögu Hafa samband við flutningsmann

Lagt er til að 3. grein orðist svo: „Við val í trúnaðarstörf innan og á vegum hreyfingarinnar og í starfi hennar í hvívetna skal þess gætt að ekki halli á konur.“

2. Lagabreytingatillaga

Senda breytingartillögu Hafa samband við flutningsmann

Við 5. gr. bætist eftirfarandi setning:  „Öll notkun og meðferð félagatals og kjörskráa sem á því byggja skal taka mið af almennum ákvæðum laga um persónuvernd.“

3. Lagabreytingatillaga

Senda breytingartillögu Hafa samband við flutningsmann

Lagt er til að kaflaheiti á kafla III falli orðið „Skipulag“ brott og í stað þess komi: „Svæðisfélög og kjördæmisráð“

4. Lagabreytingatillaga

Senda breytingartillögu Hafa samband við flutningsmann

Lagt er til að 1. málsgrein 7. greinar orðist svo: „Félagar geta aðeins verið í því svæðisfélagi sem lögheimili þeirra eða dvalarstaður/heimilisfesti segir til um en er heimilt að sækja fundi í hvaða svæðisfélagi sem er og njóta þar málfrelsis og tillöguréttar.“

Lagt er til að 2. málsgrein 7. greinar orðist svo:  „Félagar sem hafa annan dvalarstað/heimilisfesti en lögheimili segi til um tilkynni skrifstofu hvoru svæðisfélaginu þeir kjósa að tilheyra.“

Lagt er til að við 7. gr. bætist ný málsgrein sem verður 3. málsgr.: „Slíkar tilkynningar um færslu milli félaga taka þó ekki gildi frá og með þeim degi að forval eða uppstilling hefur verið ákveðin í svæðisfélagi eða kjördæmisráði sem í hlut á, og fyrr en að því loknu.“

Lagt er til að 4. málsgrein 7. greinar orðist svo: „Búi félagi þar sem ekki er starfandi svæðisfélag skal hann tilgreina það svæðisfélag sem hann kýs að eiga aðild að til skrifstofu hreyfingarinnar.“

5. Lagabreytingatillaga

Senda breytingartillögu Hafa samband við flutningsmann

Lagt er til að 4. málsgrein 8. greinar orðist svo: „Meðferð fjármuna og reikningsskil skulu vera í samræmi við ákvæði landslaga um fjármál stjórnmálaflokka og lög þessi.“

6. Lagabreytingatillaga

Senda breytingartillögu Hafa samband við flutningsmann

Lagt er til að 4. málsgrein 9. greinar orðist svo: „Kjördæmisráð fer með framboð til Alþingis og önnur verkefni á sínu starfssvæði samkvæmt ákvörðun svæðisfélaganna eða stjórnar hreyfingarinnar.“

7. Lagabreytingatillaga

Senda breytingartillögu Hafa samband við flutningsmann

Við 12. grein bætist eftirfarandi málsgrein: „Skulu allir skráðir félagar í hreyfingunni sem ná 16 ára aldri á því ári sem framboð er ákveðið njóta í því ferli fullra réttinda eftir því sem við á samkvæmt lögum flokksins og reglum um framkvæmd. “

8. Lagabreytingatillaga

Senda breytingartillögu Hafa samband við flutningsmann

Eftirfarandi hluti 2. málsgreinar 13. greinar falli brott: „Uppstilling skal samþykkt annað hvort á félagsfundi eða með póstkosningu en…“

  1. málsgrein 13. greinar orðast þá svo: „Forval má fara fram í einni eða tveimur umferðum á kjörfundi, með póstkosningu eða rafrænt.“

Við 13. grein bætist eftirfarandi málsgrein: „Framboðslisti er ætíð endanlega samþykktur á þar til boðuðum félagsfundi svæðisfélags eða kjördæmisráðsfundi eftir því sem við á.“

9. Lagabreytingatillaga

Senda breytingartillögu Hafa samband við flutningsmann

Lagt er til að 1. málsgrein 17. greinar orðist svo: Sveitarstjórnarráð er skipað öllum aðal- og varafulltrúum í sveitarstjórnum sem eru félagsbundnir í Vinstrihreyfingunni – grænu framboði, óháð því hvort þeir eru kjörnir af listum hreyfingarinnar, sameiginlegum listum eða óhlutbundinni kosningu.“

10. Lagabreytingatillaga

Senda breytingartillögu Hafa samband við flutningsmann

22. grein orðist svo: „Landsfundur staðfestir í upphafi fundar tillögu stjórnar að fundarsköpum og skal fundinum stjórnað samkvæmt þeim.“

11. Lagabreytingatillaga

Senda breytingartillögu Hafa samband við flutningsmann

Við 23. grein bætist eftirfarandi málsgrein: „Sama gildir um tillögu stjórnar að fundarsköpum.“

12. Lagabreytingatillaga

Senda breytingartillögu Hafa samband við flutningsmann

Við 25. grein bætist: „sbr. þó ákvæði 12. gr.“

13. Lagabreytingatillaga

Senda breytingartillögu Hafa samband við flutningsmann

Lagt er til að 1. málsgrein 29. greinar orðist svo: „Flokksráð mynda aðalmenn í stjórn, þingflokkur og sveitarstjórnarfulltrúar hreyfingarinnar, formenn kjördæmisráða, formenn svæðisfélaga og fulltrúar ungliðahreyfingar flokksins og eldri Vinstri-grænna.“

Lagt er til að upphaf þriðju efnisgreinar 29. greinar orðist svo: „Tillögum“

14. Lagabreytingatillaga

Senda breytingartillögu Hafa samband við flutningsmann

Við 2. efnisgrein 33. gr. bætist ný málsgrein: „Fastráðnir starfsmenn hreyfingarinnar eru ekki kjörgengir sem meðstjórnendur.“

Lagt er til að 2. málsgrein 4. efnisgreinar 33. gr. orðist svo: „Þá getur stjórn ákveðið að hafa fund opinn öllum félagsmönnum hreyfingarinnar og er það þá boðað sérstaklega. Fundargerðir stjórnar skulu öllum aðgengilegar á heimasíðu flokksins.“

15. Lagabreytingatillaga

Senda breytingartillögu Hafa samband við flutningsmann

Önnur málsgrein þriðju efnisgreinar 34. greinar orðist svo: „Tekjur frá styrktarmönnum skulu renna í sérstakan sjóð til að standa straum af útgjöldum vegna kosninga og til eflingarútgáfustarfsemi.“

16. Lagabreytingatillaga

Senda breytingartillögu Hafa samband við flutningsmann

Lokamálsgrein 36. gr. orðist svo: „Ráðstöfun eigna skal samrýmast markmiðum flokksins og ákvarðast á seinni fundi.

17. Lagabreytingatillaga

Senda breytingartillögu Hafa samband við flutningsmann

Við lögin bætist ný grein, 37. grein, sem orðist svo: Ef lög einstakra kjördæmisráða/svæðisfélaga samrýmast ekki lögum hreyfingarinnar ganga þessi lög framar.

14. Lagabreytingatillaga

Senda breytingartillögu Hafa samband við flutningsmann

Við 2. efnisgrein 33. gr. bætist ný málsgrein: „Fastráðnir starfsmenn hreyfingarinnar eru ekki kjörgengir sem meðstjórnendur.“

Lagt er til að 2. málsgrein 4. efnisgreinar 33. gr. orðist svo: „Þá getur stjórn ákveðið að hafa fund opinn öllum félagsmönnum hreyfingarinnar og er það þá boðað sérstaklega. Fundargerðir stjórnar skulu öllum aðgengilegar á heimasíðu flokksins.“