Besta partí ársins!

 

Landsfundargleðin VG verður haldin í Ægisgarði að Eyjarslóð 5 í Reykjavík.

Húsið opnar kl. 19:30 og borðhald hefst kl. 20:00.

Veislustjórar eru hið óviðjafnanlega teymi Brynhildur Björnsdóttir og Orri Páll Jóhannsson.

Heyrst hefur að stjörnuparið Viggó og Víoletta líti við til að spjalla við Vinstri græn um meðvirkni (hvað er það?). Auk þess verður efnt til frumsýningar á sjóðheitum Vinstri grænum myndböndum.

Bítilbræður leika fyrir dansi og hefst dansiballið kl. 22:30 og stendur til 01:00.

 

Matseðill

Dóra frá Culina sér um matinn og hún notast við fyrsta flokks hráefni, þar á meðal frá félögum í VG.

Hlaðborð 

Lambakjöt, innbakaður grænmetishleifur og dásamlegt meðlæti.

Eftirréttur
Súkkulaðimús og skyr. Kaffi og te.

Miðaverð fyrir landsfundargleði er 5.900 kr. og panta þarf miða í síðasta lagi 2. október í gegnum skráningarsíðuna. Sæti eru takmörkuð, tryggðu þér miða sem fyrst!

Miðaverð fyrir dansiball eingöngu er 1.500 kr. og er selt við dyrnar.