Skráning

Landsfundur Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs fer fram helgina 17. – 19. mars í Hofi á Akureyri.

Allir félagar eru velkomnir á fundinn. Til þess að gerast landsfundarfulltrúi, og hafa með því atkvæðisrétt á fundinum, þarftu að vera tilnefnd/ur/t til þess af þínu svæðisfélagi. Lista yfir svæðisfélagsformenn má finna hér fyrir neðan skrásetningarformið.

Félagar sem vilja vera landsfundarfulltrúar en hafa ekki svæðisfélagsformann, geta snúið sér til skrifstofu sem vinnur málið áfram með stjórn VG.

Landsfundargjaldið er að þessu sinni 5000 krónur. Innifalið í gjaldinu eru morgun og síðdegishressingar, auk hádegismatar á laugardag og sunnudags. Gjaldið verður innheimt við komuna í Hof.

Formenn svæðisfélaga