Landsfundur VG
í Reykjavík

4. - 6. október 2024

Dagskrá landsfundar 2024

Föstudagur 4. október

15:00
Skráning landsfundarfulltrúa

Landsfundarfulltrúar skrá sig til leiks í Safamýrinni og fá afhenta atkvæðaseðla. Opnað er fyrir skráningu klukkan 15:00

16:00
Kynning á landsfundarstörfum

Landsfundarstörfin krufin og kynnt. Viðburðurinn er fyrir öll sem vilja fræðast upp fyrirkomulagið eða rifja upp gamla takta. Nýliðar sérstaklega velkomnir!

16:20
Fundur settur

Starfsfólk landsfundar kosið, fundarsköp og kjörbréf samþykkt, kosning ritstjórnar, skýrsla stjórnar, kynning ársreiknings

16:50
Tónlistaratriði

17:00
Ræða formanns

Guðmundur Ingi Guðbrandsson flytur opnunarerindi

17:40
Lagabreytingar, fyrri umræða

Kynning á lagabreytingartillögum.

18:15
Kvöldmatur

Kvöldverður snæddur í Safamýrinni

19:15
Almennar stjórnmálaumræður

Ræðutími í fyrstu umferð í almennum stjórnmálaumræðum er 3 mínútur en 2 mínútur ef menn taka oftar til máls en einu sinni

22:00
Fundi frestað til morguns

Frestur til að tilkynna framboð til formanns, varaformanns, gjaldkera, ritara, stjórnar og skoðunarmanna reikninga rennur út þegar fundi er frestað (vg@vg.is ) Frestur til að skila inn breytingatillögum við stefnur rennur út þegar fundi er frestað (ritstjorn@vg.is)

Laugardagur 5. október

08:30
Morgunhressing

09:00
Staða VG eftir sjö ára ríkisstjórnarsamstarf

Hvað hefur gengið vel og hvað hefur gengið illa?

10:00
Fastanefndir taka til starfa

Fastanefndir taka til skoðunar og afstöðu til breytingatillagna á stefnum og geta gert að sínu. Nefndirnar kynna áherslupunkta fyrir veturinn og inn í kosningar og ræða til að skila áfram til forystu hreyfingarinnar.

11:30
Örerindi

Vinnumansal

11:40
Kynning á framboðum til stjórnar

12:15
Hádegisverður

Snæðum saman í Safamýrinni
ATH: Frestur til að skila inn breytingatillögum við ályktanir og lagabreytingar rennur út kl. 13:15 (ritstjorn@vg.is)

13:15
Við eldhúsborðið

Spjall (e. Fireside chat) um húsnæðismál

13:55
Skemmtiatriði

14:10
Við eldhúsborðið

Efling innra starfs VG

15:00
Kaffihlé

15:30
Stjórnarkjör og ávarp nýkjörins formanns VG

16:45
Afgreiðsla stefnubreytinga

18:00
Fundi frestað til morguns

Frestur til framboðs í Flokksráð VG rennur út þegar fundi er frestað í dag.

19:30
Dinner við sjó

Landsfundargleði á Bryggjunni við Granda. Ragnar Auðun og Sunna V. halda utan um herlegheitin á milli ljúffengra veitinga og skemmtiatriða.

Sunnudagur 6. október

09:30
Morgunhressing

Fundargestir dusta af sér rykið yfir kaffi og meððí fyrir lokakafla landsfundar í Safamýri

10:00
Kosið í flokksráð

10:15
Öndun

Andað með Andra

10:30
Örerindi

One Health

10:35
Örerindi

Mæðrun á tímum nýfrjálshyggju

10:40
Lagabreytingar, seinni umræða

Umræður og atkvæðagreiðsla

11:15
Við eldhúsborðið

Pólarísering samfélagsins

12:00
Hádegisverður

12:45
Afgreiðsla ályktana

14:30
Fundi slitið


Hagnýtar upplýsingar

Landsfundur Vinstri grænna verður haldinn í Víkingsheimilinu í Safamýri, 108 Reykjavík – helgina 4. – 6. október 2024.

Svæðisfélög VG tilnefna félaga sem landsfundarfulltrúa og er það gert á félagsfundum. Landsfundarfulltrúar og aðrir félagar skrá sig hér á heimasíðunni. 

Mikilvægir tímafrestir í aðdraganda fundar:

23. ágúst Lagabreytingartillögum skal skilað til stjórnar hreyfingarinnar.

6. september Málum, ályktunum og tillögum fyrir landsfund skal skilað til stjórnar hreyfingarinnar.

24. september Tillögur fyrir landsfund birtar á heimasíðu.

Tímafrestir til framboða í embætti og til að skila breytingartillögum við stefnur og lagabreytingar má finna í dagskrá fundarins hér að ofan.

TILLAGA UM FUNDARSKÖP

Flokksstjórn leggur til við landsfund VG gildi eftirfarandi fundarsköp:

  • Ræðutími í fyrstu umferð í almennum stjórnmálaumræðum verði 3 mínútur en 2 mínútur ef menn taka oftar til máls en einu sinni.
  • Ræðutími í öðrum umræðum, þar með talið umræðum um lagabreytingar, verði 2 mínútur í fyrstu umferð en 1 mínúta ef menn taka oftar til máls.
  • Fundarstjórum er heimilt að leggja til að ræðutími verði takmarkaður enn frekar ef óhjákvæmilegt er til að halda dagskrá, enda samþykki fundurinn það.
  • Að öðru leyti gilda almennar reglur um fundarsköp.

Já! Öll eru velkomin á fundinn, þrátt fyrir að vera ekki kjörnir landsfundarfulltrúar, og einnig bjóðum við fólk velkomið sem ekki hefur (enn) skráð sig í hreyfinguna. Þess ber að geta að aðeins kjörnir landsfundarfulltrúar hafa atkvæðisrétt á landsfundinum.

Að sjálfsögðu. Við hvetjum félaga til að vera virk á samfélagsmiðlum eins og Facebook og Instagram. Gott er að félagar merki færslur sínar tengdar landsfundi með #landsfundurVG24 og #vinstragram á Instagram. Að sjálfsögðu má nota #vinstrigræn meðfram notkun annarra myllumerkja. 

Hafðu samband við okkur í gegnum tölvupóst (vg@vg.is). VG tekur fagnandi á móti sjálfboðaliðum. 

Það kostar 5.000 krónur á landsfundinn og 6.000 krónur á landsfundargleðina á laugardagskvöldinu. 

Ef einhverjar upplýsingar vantar hér að ofan ekki hika við að senda okkur póst