Fyrir fjölmiðla

Fyrir fjölmiðla

Við bjóðum fjölmiðlafólk velkomið á seinni hluta 12. landsfundar  Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs, sem haldinn er í Hörpu í Reykjavík 28. ágúst 2021. Vinsamlegast skráið ykkur með því að senda tölvupóst á berglind@vg.is.

Landsfundur er æðsta vald hreyfingarinnar. Landsfundur ákvarðar stefnu hreyfingarinnar, setur og breytir lögum hreyfingarinnar, kýs flokksráð sem fer með ákvörðunarvaldið milli landsfunda og stjórn sem fer með daglegan rekstur.

Félagar VG, svæðisfélög og stjórn geta sent inn ályktunartillögur og lagabreytingartillögur sem eru teknar til umræðu og atkvæðagreiðslu á landsfundi.

Núverandi formaður VG er Katrín Jakobsdóttir og núverandi varaformaður er Guðmundur Ingi Guðbrandsson.

  • Formaður VG flytur opnunarræðu sína klukkan 10:15.
  • Almennar stjórnmálaumræður fara fram milli 13:15 og 14:45.
  • Stefnur og ályktunartillögur eru teknar til afgreiðslu klukkan 16:00.

Borð verða tekin frá fyrir fjölmiðlafólk inni í fundarsalinum og sökum sóttvarna, biðjum við ykkur að senda skráningu á berglind@vg.is með tímasetningum sem þið teljið ykkur vilja vera með okkur. Aðgangsorð fyrir þráðlausa nettengingu verða aðgengileg á fundinum.

Björg Eva Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri VG, svarar spurningum fjölmiðla í síma 896 1222.  Einnig má hafa samband við Hreindísi Ylvu Garðarsdóttur Holm, verkefnastjóra landsfundar í síma 893 7861 og Berglindi Häsler, samskipta og viðburðastjóra VG í síma 663 5520.

Vegna viðtala við Katrínu Jakobsdóttur, vinsamlegast hafið samband við Lísu Kristjánsdóttur, aðstoðarmann forsætisráðherra, í síma 899 9225.

Vegna viðtala við Svandísi Svavarsdóttur, vinsamlegast hafið samband við Iðunni Garðarsdóttir, aðstoðarmann heilbrigðisráðherra, í síma 663-3617.

Vegna viðtala við Guðmund Inga Guðbrandsson, vinsamlegast hafið samband við Orra Pál Jóhannsson, aðstoðarmann umhverfis- og auðlindaráðherra í síma 845-6774.