Landsfundur VG
á Akureyri

17. - 19. mars 2023

Dagskrá landsfundar

Föstudagur 17. mars

15:00
Afhending fundargagna

16:00
Kynning á landsfundarstörfum

Nýir og nýlegir landsfundarfulltrúar fá kynningu á landsfundarstörfum. Viðburðurinn er að sjálfsögðu opinn fyrir öll!

16:30
Fundur settur

Kosning starfsmanna fundar, fundarsköp og kjörbréf samþykkt, kosning ritstjórnar, skýrsla stjórnar, kynning ársreiknings.

17:00
Opnunarhátið

17:30
Ræða formanns

Katrín Jakobsdóttir flytur opnunarræðu.

18:15
Ávarp gesta fundarins

18:30
Lagabreytingar

Fyrri umræða.

19:00
Kvöldmatarhlé

20:00
Almennar stjórnmálaumræður

22:30
Fundi frestað til morguns

Frestur til að tilkynna framboð til formanns, varaformanns, gjaldkera, ritara og stjórnar rennur út þegar fundi er slitið.

Laugardagur 18. mars

08:30
Morgunhressing

09:00
Hópastarf fastanefnda hreyfingarinnar

11:40
Fastanefndir kynna niðurstöður

Hópstjórar fastanefnda kynna niðurstöðu vinnu sínar fyrir landsfundi

12:15
Örerindi frá gestum fundarins

12:30
Hádegismatur

13:30
Pallborð um alþjóðamál

Frestur til að skila inn breytingartillögum við stefnur og lagabreytingar rennur út.

14:30
Kynning á frambjóðendum í stjórn

14:45
Kosning stjórnar

15:30
Kaffihlé

15:45
Örerindi frá gestum fundarins

16:00
Stefnur fastanefnda

Afgreiðsla stefnanna fer fram.

17:00
Lagabreytingar

Seinni umræða og atkvæðagreiðsla.

17:30
Fundi frestað

Frestur til að tilkynna framboð til flokksráðs rennur út. Frestur til að skila inn breytingartillögum við ályktanir rennur út.

19:00
Fordrykkur

19:30
Landsfundargleði

Sunnudagur 19. mars

09:00
Morgunhressing

09:30
Kosning flokksráðs

10:30
Örerindi frá gestum fundarinskynna niðurstöður

10:45
Umræða og afgreiðsla ályktanna

12:00
Hádegismatur

13:00
Umræða og afgreiðsla ályktanna, frh.

14:00
Fundi slitið

Hagnýtar upplýsingar

Landsfundur Vinstri grænna verður haldinn í menningarhúsinu Hofi á Akureyri 17.-19. mars 2023.

Svæðisfélög Vinstri grænna sjá um að tilnefna félaga sem landsfundarfulltrúa og er það gert á félagsfundum.

Strax að loknum flokksráðsfundi, 11. febrúar 2023, munu landsfundarfulltrúar og aðrir félagar þurfa að skrá sig hér í gegnum heimasíðuna.

Upplýsingar um hvernig gerast má landsfundarfulltrúi má nálgast hér.

Mikilvægir tímafrestir í aðdraganda fundar:

3. febrúar Lagabreytingartillögum skal skilað til stjórnar hreyfingarinnar.

17. febrúar Málum, ályktunum og tillögum fyrir landsfund skal skilað til stjórnar hreyfingarinnar.

24. febrúar Tillögur fyrir landsfund birtar á heimasíðu.

Tímafrestir til framboða í embætti og til að skila breytingartillögum við stefnur og lagabreytingar má finna í dagskrá fundarins hér að ofan.

Fundarsköp verða tilkynnt síðar.

Já! Öll eru velkomin á fundinn, þrátt fyrir að vera ekki skráðir landsfundarfulltrúar, og einnig bjóðum við fólk velkomið sem ekki hefur (enn) skráð sig í hreyfinguna. Þess ber að geta að aðeins kjörnir landsfundarfulltrúar hafa atkvæðisrétt á landsfundinum.

Upplýsingar um hvernig gerast má landsfundarfulltrúi má nálgast hér.

Við hvetjum félaga til að vera virk á samfélagsmiðlum eins og Twitter, Facebook og Instagram. Gott er að félagar merki færslur sínar tengdar landsfundi með #landsfundurVG23 og #vinstragram á Instagram. Að sjálfsögðu má nota #vinstrigræn meðfram notkun annarra myllumerkja. 

Landsfundargjaldið að þessu sinni er 5000 krónur.

Gjaldið fyrir landsfundargleðina á laugardeginum er 5000 krónur.

VG tekur fagnandi á móti sjálfboðaliðum. Það er gaman að vera sjálfboðaliði í kosningabaráttu.

Sendu okkur póst á vg@vg.is

Ef einhverjar upplýsingar vantar hér að ofan ekki hika við að senda okkur póst