Hluti fundarins verður í beinu streymi á vg.is/streymi

Dagskrá landsfundar

Laugardagur 28. ágúst

10:00
Fundur settur og tillaga að dagskrá

Framhalds landsfundur settur. Kosning kjörstjórnar. Tillaga að dagskrá borin upp. Skýrsla stjórnar.

10:15
Ræða formanns

Katrín Jakobsdóttir flytur opnunarræðu

10:45
Skemmtiatriði

Sigga Eyrún og Kalli Olgeirs

11:00
Frestur

Frestur til að skila inn framboði til stjórnar á kjorstjorn@vg.is

11:00
Kynning á stefnum og ályktunum

11:30
Afdrif kosningaáherslna

11:45
Hádegishlé

12:30
Kosning til stjórnar

Formaður kjörstjórnar kynnir fyrirkomulag, frambjóðendur kynna sig, svo hefjast rafrænar kosningar og niðurstöður eru tilkynntar jafnóðum.

13:00
Frestur

Frestur til að skila athugasemdum um stefnur og ályktanir.

13:15
Almennar stjórnmálaumræður

14:00
Frestur

Frestur til að skila inn framboði í flokksráð á kjorstjorn@vg.is

14:45
Kosning í flokksráð

Formaður kjörstjórnar kynnir fyrirkomulag og opnar kosningu sem stendur til 15:30

15:15
Fundarhlé

15:30
Oddvitar kynna kosningaáherslur

16:00
Afgreiðsla ályktana og stefnumála

16:45
Fundarlok

Tilkynnt um niðurstöður flokksráðskosninga og fundi slitið

Hagnýtar upplýsingar

Landsfundur Vinstri grænna er að þessu sinni alfarið rafrænn og fer fram laugardaginn 28. ágúst 2021. Við sendum skráðum gestum link á fundinn.

Svæðisfélög Vinstri grænna sjá um að tilnefna félaga sem landsfundarfulltrúa og er það gert á félagsfundum. Frestur svæðisfélaga til að tilnefna fulltrúa rann út 22. apríl og sömu kjörbréf gilda á þennan framhaldsfund og giltu á fundinn 7.-8. maí.

Kjörnir landsfundarfulltrúar og aðrir gestir þurfa að skrá sig í gegnum heimasíðuna. Þú getur nálgast skráningarsíðuna með því að smella hér. Skráningu lýkur 27. ágúst.

TILLAGA UM FUNDARSKÖP

Flokksstjórn leggur til við landsfund VG að þar gildi eftirfarandi fundarsköp:

  • Ræðutími í fyrstu umferð í almennum stjórnmálaumræðum verði 2 mínútur en 1 mínútur ef menn taka oftar til máls en einu sinni.
  • Ræðutími í öðrum umræðum, þar með talið umræðum um lagabreytingar, verði 2 mínútur í fyrstu umferð en 1 mínúta ef menn taka oftar til máls.
  • Fundarstjórum er heimilt að leggja til að ræðutími verði takmarkaður enn frekar ef óhjákvæmilegt er til að halda dagskrá, enda samþykki fundurinn það.
  • Að öðru leyti gilda almennar reglur um fundarsköp.

 

TÍMAFRESTIR

  • Frestur á breytingartillögum við ályktanir og stefnur  (sem birtar hafa verið með fundargögnum) rennur út 28. ágúst kl 13:00
  • Heimilt er að flytja breytingartillögur við framkomnar tillögur hópanna við afgreiðslur þeirra.
  • Frestur til að skila framboði til stjórnar rennur út 28. ágúst kl. 11:00
  • Frestur til að skila framboði í flokksráð rennur út 28. ágúst kl. 14:00

Já! Öll eru velkomin á fundinn, þrátt fyrir að vera ekki skráðir landsfundarfulltrúar, og einnig bjóðum við fólk velkomið sem ekki hefur (enn) skráð sig í hreyfinguna. Þess ber að geta að aðeins kjörnir landsfundarfulltrúar hafa atkvæðisrétt á landsfundinum.

Við hvetjum félaga til að vera virk á samfélagsmiðlum eins og Twitter, Facebook og Instagram. Gott er að félagar merki færslur sínar tengdar landsfundi með #landsfundurVG21 og #vinstragram á Instagram. Að sjálfsögðu má nota #vinstrigræn meðfram notkun annarra myllumerkja. 

Það kostar ekki að taka þátt í rafrænum landsfundi VG.

VG tekur fagnandi á móti sjálfboðaliðum. Það er gaman að vera sjálfboðaliði í kosningabaráttu.

Sendu okkur póst á vg@vg.is

Ef einhverjar upplýsingar vantar hér að ofan ekki hika við að senda okkur póst