VG tekur fagnandi á móti sjálfboðaliðum. Það er gaman að vera sjálfboðaliði í kosningabaráttu.
Sendu okkur póst á vg@vg.is
Nýir og nýlegir landsfundarfulltrúar fá kynningu á landsfundarstörfum. Viðburðurinn er að sjálfsögðu opinn fyrir öll!
Kosning starfsmanna fundar, fundarsköp og kjörbréf samþykkt, kosning ritstjórnar, skýrsla stjórnar, kynning ársreiknings.
Katrín Jakobsdóttir flytur opnunarræðu.
Fyrri umræða.
Frestur til að tilkynna framboð til formanns, varaformanns, gjaldkera, ritara og stjórnar rennur út þegar fundi er slitið.
Hópstjórar fastanefnda kynna niðurstöðu vinnu sínar fyrir landsfundi
Frestur til að skila inn breytingartillögum við stefnur og lagabreytingar rennur út.
Afgreiðsla stefnanna fer fram.
Seinni umræða og atkvæðagreiðsla.
Frestur til að tilkynna framboð til flokksráðs rennur út. Frestur til að skila inn breytingartillögum við ályktanir rennur út.
Landsfundur Vinstri grænna verður haldinn í menningarhúsinu Hofi á Akureyri 17.-19. mars 2023.
Svæðisfélög Vinstri grænna sjá um að tilnefna félaga sem landsfundarfulltrúa og er það gert á félagsfundum.
Strax að loknum flokksráðsfundi, 11. febrúar 2023, munu landsfundarfulltrúar og aðrir félagar þurfa að skrá sig hér í gegnum heimasíðuna.
Upplýsingar um hvernig gerast má landsfundarfulltrúi má nálgast hér.
Mikilvægir tímafrestir í aðdraganda fundar:
3. febrúar Lagabreytingartillögum skal skilað til stjórnar hreyfingarinnar.
17. febrúar Málum, ályktunum og tillögum fyrir landsfund skal skilað til stjórnar hreyfingarinnar.
24. febrúar Tillögur fyrir landsfund birtar á heimasíðu.
Tímafrestir til framboða í embætti og til að skila breytingartillögum við stefnur og lagabreytingar má finna í dagskrá fundarins hér að ofan.
Fundarsköp verða tilkynnt síðar.
Já! Öll eru velkomin á fundinn, þrátt fyrir að vera ekki skráðir landsfundarfulltrúar, og einnig bjóðum við fólk velkomið sem ekki hefur (enn) skráð sig í hreyfinguna. Þess ber að geta að aðeins kjörnir landsfundarfulltrúar hafa atkvæðisrétt á landsfundinum.
Upplýsingar um hvernig gerast má landsfundarfulltrúi má nálgast hér.
Við hvetjum félaga til að vera virk á samfélagsmiðlum eins og Twitter, Facebook og Instagram. Gott er að félagar merki færslur sínar tengdar landsfundi með #landsfundurVG23 og #vinstragram á Instagram. Að sjálfsögðu má nota #vinstrigræn meðfram notkun annarra myllumerkja.
Landsfundargjaldið að þessu sinni er 5000 krónur.
Gjaldið fyrir landsfundargleðina á laugardeginum er 5000 krónur.
VG tekur fagnandi á móti sjálfboðaliðum. Það er gaman að vera sjálfboðaliði í kosningabaráttu.
Sendu okkur póst á vg@vg.is