Saman

til framtíðar

Landsfundur VG

7.-8. maí 2021

Beint streymi á vg.is/streymi

Dagskrá landsfundar

Föstudagur 7. maí

16.45
Fundur settur og tillaga að dagskrá

Kosning starfsmanna fundar, fundarsköp og kjörbréf samþykkt, kosning ritstjórnar, skýrsla stjórnar, kynning ársreiknings og skýrsla framkvæmdastjóra.

17.15
Ræða formanns

Katrín Jakobsdóttir flytur opnunarræðu

17.35
Ávarp

Nicola Sturgeon

17.40
Almennar stjórnmálaumræður

18.40
Hlé

19.00
Almennar stjórnmálaumræður frh.

20.30
Fundi frestað til morguns

21.30
Frestur

Til að skila inn breytingartillögum við stefnur, ályktanir og tillögu rennur út

Laugardagur 8. maí

9:30
Málefnahópar kynna framtíðarstefnumótun

10.50
Hlé

11.00
Ávarp

Audun Lysbakken, Li Anderson og Högni Hoydal

11.15
Pallborð um þungunarrof og femínískan aktivisma

Stjórnandi: Fríða Rós Valdimarsdóttir Viðmælendur: Justyna Grosel, blaðamaður frá Póllandi, Kathy D‘Arcy ljóðskáld og aktivisti frá Írlandi og Silja Bára Ómarsdóttir, doktor í stjórnmálafræði.

12.00
Hádegishlé

12.30
Atkvæðagreiðslur stefnumála, ályktana og tillagna

14.30
Fundi frestað

Fundi frestað ef tillaga stjórnar um framhaldslandsfund í ágúst er samþykkt

Hagnýtar upplýsingar

Landsfundur Vinstri grænna er að þessu sinni alfarið rafrænn. Við sendum skráðum gestum link á fundinn.

Svæðisfélög Vinstri grænna sjá um að tilnefna félaga sem landsfundarfulltrúa og er það gert á félagsfundum. Frestur svæðisfélaga til að tilnefna fulltrúa rennur út 22. apríl.

Kjörnir landsfundarfulltrúar og aðrir gestir þurfa að skrá sig í gegnum heimasíðuna. Þú getur nálgast skráningarsíðuna með því að smella hér. Skráningu lýkur 6. maí.

TILLAGA UM FUNDARSKÖP

Flokksstjórn leggur til við landsfund VG að þar gildi eftirfarandi fundarsköp:

  • Ræðutími í fyrstu umferð í almennum stjórnmálaumræðum verði 2 mínútur en 1 mínútur ef menn taka oftar til máls en einu sinni.
  • Ræðutími í öðrum umræðum, þar með talið umræðum um lagabreytingar, verði 2 mínútur í fyrstu umferð en 1 mínúta ef menn taka oftar til máls.
  • Fundarstjórum er heimilt að leggja til að ræðutími verði takmarkaður enn frekar ef óhjákvæmilegt er til að halda dagskrá, enda samþykki fundurinn það.
  • Að öðru leyti gilda almennar reglur um fundarsköp.

TÍMAFRESTIR

  • Frestur á breytingartillögum við ályktanir og stefnur  (sem birtar hafa verið með fundargögnum) rennur út 7. maí kl 21.30
  • Heimilt er að flytja breytingartillögur við framkomnar tillögur hópanna við afgreiðslur þeirra.

Já! Öll eru velkomin á fundinn, þrátt fyrir að vera ekki skráðir landsfundarfulltrúar, og einnig bjóðum við fólk velkomið sem ekki hefur (enn) skráð sig í hreyfinguna. Þess ber að geta að aðeins kjörnir landsfundarfulltrúar hafa atkvæðisrétt á landsfundinum.

Við hvetjum félaga til að vera virk á samfélagsmiðlum eins og Twitter, Facebook og Instagram. Gott er að félagar merki færslur sínar tengdar landsfundi með #landsfundurVG #samantilframtidar og svo #vinstragram á Instagram. Að sjálfsögðu má nota #vinstrigræn meðfram notkun annarra myllumerkja. 

1. Nýsköpunarhópur – hópstjórar: Ólafur Þór Gunnarsson
2. Byggðamálahópur – hópstjórar: Guðný Hildur Magnúsdóttir og Kristján Ketill Stefánsson
3. Hópur um málefni útlendinga og innflytjenda – hópstjórar: Steinunn Þóra Árnadóttir og Lára Björg Björnsdóttir
4. Sjávarútvegshópur – hópstjórar: Steingrímur Sigfússon og Ragnar Auðun Árnason
5. Landbúnaðarhópur – hópstjórar: Orri Páll Jóhannsson og Jóna Björg Hlöðversdóttir
6. Hópur um jöfnuð: Margrét Júlía Rafnsdóttir og Lilja Rafney Magnúsdóttir
7. Hópur um alþjóða- og utanríkismál – hópstjórar: Anna Þorsteinsdóttir og Stefán Pálsson
8. Loftslagsvá og líffræðilegur fjölbreytileiki – hópstjórar: Elva Hrönn Hjartardóttir og Kolbeinn Óttarsson Proppé
9. Mennta og menningarmál – hópstjórar : Hólmfríður Árnadóttir og Þráinn Árni Baldvinsson

Landsfundargjald verður uppfært

Það er gaman að vera sjálfboðaliði í kosningabaráttu.

Sendu okkur póst á vg@vg.is

Ef einhverjar upplýsingar vantar hér að ofan ekki hika við að senda okkur póst