Framboð til flokksráðs

Framboðsfrestur til flokksráðs lýkur klukkan 17.30 laugardaginn 18. mars.

Kosning í flokksráð fer fram klukkan 9:30 sunnudaginn 19. mars miðað við óbreytta dagskrá.

Framboðsyfirlýsingar til flokksráðs skulu berast með því að fylla út eftirfarandi form. Þegar framboði hefur verið skilað inn á frambjóðanda sjálfkrafa að berast tölvupóstur þess efnis. Ef það gerist ekki skulið þið strax hafa samband við kjörstjórn (kjorstjorn@vg.is).

Frambjóðendur í flokksráði skulu vera í framboði fyrir kjördæmi (Reykjavík, NV, NA, SV, S) eða fyrir UVG.

Þegar framboði hefur verið skilað berst staðfesting í tölvupósti. Ef ekki skal strax hafa samband við kjörstjórn (kjorstjorn@vg.is).

Kosið er sérstaklega í embætti formanns, varaformanns, ritara og gjaldkera. Hafið þið boðið ykkur fram í þau embætti en ekki náð kjöri, þá getið þið óskað eftir því að vera í framboði í embætti meðstjórnanda.

Hafið þið ekki náð kjöri í stjórn getið þið boðið ykkur fram sem flokksráðsfulltrúa. Viljirðu bjóða þig fram í flokksráð ertu beðinn um að tilgreina annað hvort kjördæmið sem þú bíður þig fram fyrir, eða hvort þú sért í framboði fyrir UVG.