Framboð til stjórnar

Framboðsfrestur til stjórnar rennur út þegar fundi er frestað í lok almennra stjórnmálaumræðna föstudaginn 17. mars 2023 klukkan 22:30.

Framboð til stjórnar er tilkynnt með því að fylla út formið hér að neðan. Hægt er að bjóða sig fram í eftirfarandi embætti: Formaður, varaformaður, ritari, gjaldkeri og meðstjórnandi. Þau sjö sem flest atkvæði hljóta teljast réttkjörnir stjórnarmenn Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs. Næstu fjórir sem næstflest atkvæði hljóta án þess að ná kjöri sem stjórnarmenn teljast réttkjörnir varamenn í stjórn.

A problem was detected in the following Form. Submitting it could result in errors. Please contact the site administrator.

Þegar framboði hefur verið skilað berst staðfesting í tölvupósti. Ef ekki skal strax hafa samband við kjörstjórn (kjorstjorn@vg.is).

Kosið er sérstaklega í embætti formanns, varaformanns, ritara og gjaldkera. Hafið þið boðið ykkur fram í þau embætti en ekki náð kjöri, þá getið þið óskað eftir því að vera í framboði í embætti meðstjórnanda.

Hafið þið ekki náð kjöri í stjórn getið þið boðið ykkur fram sem flokksráðsfulltrúa. Viljirðu bjóða þig fram í flokksráð ertu beðinn um að tilgreina annað hvort kjördæmið sem þú bíður þig fram fyrir, eða hvort þú sért í framboði fyrir UVG.