Fyrir fjölmiðla
Við bjóðum fjölmiðlafólk velkomið á 14. landsfund Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs, sem haldinn verður í Víkingsheimilinu í Safamýri dagana 4. – 6. október 2024. Vinsamlegast skráið ykkur með því að senda tölvupóst á sunnav@vg.is
Landsfundur er æðsta vald hreyfingarinnar. Landsfundur ákvarðar stefnu hreyfingarinnar, setur og breytir lögum hreyfingarinnar, kýs flokksráð sem fer með ákvörðunarvaldið milli landsfunda og stjórn sem fer með daglegan rekstur.
Félagar VG, svæðisfélög og stjórn geta sent inn ályktunartillögur og lagabreytingartillögur sem eru teknar til umræðu og atkvæðagreiðslu á landsfundi.
Starfandi formaður VG er Guðmundur Ingi Guðbrandsson og starfandi varaformaður er Jana Salóme Ingibjargar Jósepsdóttir.
- Tímasetningar verða kynntar síðar
Borð verða tekin frá fyrir fjölmiðlafólk inni í fundarsalinum. Til að tryggja fullnægjandi aðstöðu biðjum við ykkur að senda skráningu á sunnav@vg.is með tímasetningum sem þið teljið ykkur vilja vera með okkur. Aðgangsorð fyrir þráðlausa nettengingu verða aðgengileg á fundinum.
Ragnar Auðun Árnason, framkvæmdastjóri VG, svarar spurningum fjölmiðla í síma 849-9134. Einnig má hafa samband við Sunnu Valgerðardóttur, samskipta og miðlunarstjóra VG í síma 848-7573.
Vegna viðtala við Guðmund Inga Guðbrandsson, vinsamlegast hafið samband við Bjarka Þór Grönfeldt, aðstoðarmann félagsmálaráðherra, í síma 616-7417.
Vegna viðtala við Svandísi Svavarsdóttur, vinsamlegast hafið samband við Iðunni Garðarsdóttur, aðstoðarmann innviðaráðherra, í síma 663-3617.
Vegna viðtala við Bjarkeyju Olsen Gunnarsdóttur, vinsamlegast hafið samband við Bjarka Hjörleifsson, aðstoðarmann matvælaráðherra í síma 821-4265.